Innlent

Ál líklega orsök mikils reyks

Mikinn reyk lagði frá skála þrjú við verksmiðju Norðuráls við Grundartanga og var slökkvilið Akraness kallað út um klukkan hálf níu í kvöld. Við rannsókn á staðnum kom í ljós að reykinn lagði frá lagnakjallara undir verksmiðjunni og var reykurinn það mikill að ákveðið var að kalla eftir aðstoð slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Það sendi dælu-og tækjabíl á vettvang og fimm menn og eru slökkviliðsmenn enn að störfum. Ekki er vitað hvað olli þessum mikla reyk en líklegt þykir að ál hafi runnið niður í rafmagnsstokkinn. Engin hætta er á ferðum að sögn slökkviliðsins og ekki er talið að eldur sé í kjallaranum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×