Innlent

Efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar harkalega gagnrýnd

Stjórnarandstaðan gagnrýndi efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar harðlega þegar rætt var um viðvaranir matsfyrirtækisins Fitch, gengislækkun krónunnar og ólgu á mörkuðum á Alþingi í dag. Þá fagnaði hún yfirlýsingum forsætisráðherra í kvöldfréttum NFS í gær um að ekki væri svigrúm fyrir alla þá stóriðju sem hugmyndir væru uppi um.

Í umræðum sem fram fóru á Alþingi í dag um málið sagði Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, að niðurstaða matsfyrirtækisins um að horfur vegna lánshæfismats væru nú neikvæðar en ekki stöðugar, að sumu leyti koma á óvart. Sérlega í ljósi þess að fyrir einungis mánuði hafi matsfyrirtækið Moodys staðfest lánshæfismat landsins. Stjórnarandstaðan sagði ríkisstjórnina hafa fengið alvarlega áminningu með þessu og spurt var hvaða skilaboð væri verið að senda markaðnum þegar forsætisráðherra hefði boðað byggingu tveggja, þriggja álvera en snúið við blaðinu í kvöldfréttum NFS í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×