Innlent

Ríkisskattstjóri leggur ekki mat á útreikninga á skattbyrði

MYND/ÞÖK

Ríkisskattstjóri hefur ekki lagt mat á útreikninga Landssambands eldri borgara á að skattbyrði hafi aukist hjá þeim sem hafa lægstar tekjur eða ellilífeyri. Í tillkynningu sem Indriði H. Þorláksson, ríkisskattstjóri, sendi frá sér segir að hann hafi hvorki staðfest né hafnað niðurstöðu Landssambands eldri borgara eða annarra í umræðu sem hefur farið fram um skattbyrði. Ákveðnar grunntölur séu aðgengilegar á heimasíðu ríkisskattstjóra sem séu öllum aðgengilegar. Frjálst sé að vitna í þær en ríkisskattstjóri beri enga ábyrgð á túlkun á tölunum.

Ólafur Ólafsson hjá Félagi eldri borgara lýsir furðu sinni á yfirlýsingu Indriða þar sem Indriði hafi þegar sagt í fjölmiðlum, meðal annars á NFS, að rýmkun persónuafsláttar leiði til meiri skattbyrði á lægstu tekjur og að upplýsingar um aukna skattheimtu séu réttar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×