Áætlað að vitnaleiðslum ljúki í dag 22. febrúar 2006 11:52 Óskar Magnússon, fyrrverandi stjórnaformaður Baugs, var fyrsta vitni í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. MYND/Gunnar V. Andrésson Spurt var um viðskiptamannareikninga, lánveitingar og bókhaldslykla í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þegar aðalmeðferð í Baugsmálinu var fram haldið þar í morgun. Áætlað er að vitnaleiðslum verði lokið í dag og málflutningur fari síðan fram á morgun. Það voru fyrrverandi stjórnar- og starfsmenn Baugs og endurskoðendur sem báru vitni fyrir dómi í morgun. Þar á meðal voru þau Óskar Magnússon, starfandi stjórnarformaður Baugs á árunum 1998 og 1999, Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, og Þorgeir Baldursson, forstjóri Kvosar, en þau tvö síðastnefndu sátu í stjórn Baugs á árunum 1998 til 2003. Guðfinna og Þorgeir sögðu sig bæði úr stjórn félagsins í mars 2003 þar sem þau töldu alvarlegan trúnaðarbrest hafa orðið innan stjórnar félagsins. Þau voru spurð um starfsreglur sem stjórn félagsins setti sér snemma í stjórnartíð þeirra og viðskipti Baugs við tengd félög en forsvarsmönnum Baugs er meðal annars gefið að sök að hafa sett fram ársreikninga á rangan og villandi hátt. Þau voru einnig spurð hvort þau hefðu haft vitneskju um stöðu viðskiptamanna reikninga Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Kristínar Jóhannesdóttur og félaganna Gaums og Fjárfars hjá Baugi. Þau sögðust ekki hafa haft vitneskju um stöðu þeirra og stjórninni hefði ekki verið gerð grein fyrir henni fyrr en bréf Stefáns Hilmarssonar, endurskoðanda, var lagt fyrir fund stjórnar þar sem bent var á atriði sem mættu betur fara. Auk þeirra bar Linda Jóhannsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs, vitni og var spurð um bókhaldslykla og hvernig skuldir hefðu myndast á áðurnefndum viðskiptamannareikningum. Linda sagðist hafa haft umsjón með innheimtu reikninga. Hún sagðist ekki hafa innheimt fyrrnefndar viðskiptamannaskuldir þar sem hún hafi fengið þau svör frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni, sem þá var framkvæmdastjóri Baugs, að þess þyrfti ekki. Fréttir Innlent Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Spurt var um viðskiptamannareikninga, lánveitingar og bókhaldslykla í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þegar aðalmeðferð í Baugsmálinu var fram haldið þar í morgun. Áætlað er að vitnaleiðslum verði lokið í dag og málflutningur fari síðan fram á morgun. Það voru fyrrverandi stjórnar- og starfsmenn Baugs og endurskoðendur sem báru vitni fyrir dómi í morgun. Þar á meðal voru þau Óskar Magnússon, starfandi stjórnarformaður Baugs á árunum 1998 og 1999, Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, og Þorgeir Baldursson, forstjóri Kvosar, en þau tvö síðastnefndu sátu í stjórn Baugs á árunum 1998 til 2003. Guðfinna og Þorgeir sögðu sig bæði úr stjórn félagsins í mars 2003 þar sem þau töldu alvarlegan trúnaðarbrest hafa orðið innan stjórnar félagsins. Þau voru spurð um starfsreglur sem stjórn félagsins setti sér snemma í stjórnartíð þeirra og viðskipti Baugs við tengd félög en forsvarsmönnum Baugs er meðal annars gefið að sök að hafa sett fram ársreikninga á rangan og villandi hátt. Þau voru einnig spurð hvort þau hefðu haft vitneskju um stöðu viðskiptamanna reikninga Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Kristínar Jóhannesdóttur og félaganna Gaums og Fjárfars hjá Baugi. Þau sögðust ekki hafa haft vitneskju um stöðu þeirra og stjórninni hefði ekki verið gerð grein fyrir henni fyrr en bréf Stefáns Hilmarssonar, endurskoðanda, var lagt fyrir fund stjórnar þar sem bent var á atriði sem mættu betur fara. Auk þeirra bar Linda Jóhannsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs, vitni og var spurð um bókhaldslykla og hvernig skuldir hefðu myndast á áðurnefndum viðskiptamannareikningum. Linda sagðist hafa haft umsjón með innheimtu reikninga. Hún sagðist ekki hafa innheimt fyrrnefndar viðskiptamannaskuldir þar sem hún hafi fengið þau svör frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni, sem þá var framkvæmdastjóri Baugs, að þess þyrfti ekki.
Fréttir Innlent Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent