Innlent

Misstu allt sitt í eldsvoða í Sælingsdal

Fjögurra manna fjölskylda missti heimili sitt í eldsvoða, þegar íbúðarhúsið í Sælingsdal í Dalasýslu eyðilagðist í eldi í gær. Íbúarnir voru ekki heima þegar vegfarandi sá reyk leggja frá húsinu og gerði slökkviliði viðvart. Þegar það kom á vettvang var húsið alelda að innan. Verið er að rannsaka eldsupptök en grunur leikur á að rekja megi þau til rafmagns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×