Innlent

Jeppi féll í sprungu

Jeppi féll niður í djúpa sprungu á Hásteinum á austanverðum Hofsjökli nú síðdegis. Tveir karlmenn eru í bílnum en ekki hafði náðst samband við þá fyrir fáeinum mínútum. Þyrlur frá Varnarliðinu og danska varðskipinu Triton voru sendar á slysstað og lentu þar rétt um klukkan sex.

Óskað var eftir aðstoð frá Landhelgisgæslunni en hún gat ekki sent þyrlu á vettvang. Stóra þyrla gæslunnar er í skoðun og sú minni bilaði. Því varð að leita til varnarliðsins og danska varðskipsins sem liggur í höfn í Reykjavík.

Björgunarsveitir sunnan og norðan jökulsins eru á leið á slysstað. Ekki hefur nást samband við mennina í jeppanum enn sem komið er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×