Innlent

Svartsýnn á árangur

Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðsmanna.
Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðsmanna. MYND/Stefán Karlsson

Formaður Landssambands slökkviliðsmanna var svartsýnn á árangur samningaviðræðna sem hófust í Karphúsinu í morgun. Hann segir að líklega verði greidd atkvæði um verkfallsheimild í næstu viku.

Samþykki slökkviliðsmenn að fara í verkfall munu þeir hægja á öllum störfum sínum og sinna eingöngu neyðartilfellum. Sjúkraflutningar og önnur starfsemi mun sitja á hakanum. Getur það haft alvarleg áhrif í samfélaginu, t.d. leitt til lokunar flugvalla.

Það var þungt hljóð í Vernharði Guðnasyni, formanni Landssambands slökkviliðsmanna í morgun skömmu áður en hann gekk til sáttafundar við forsvarsmenn sveitarfélaga í híbýlum sáttasemjara í morgun.

Atvinnulslökkviliðsmenn eru 270 talsins og þúsund eru í hlutastarfi. Lægstu grunnlaun þeirra eru 105 þúsund krónur á mánuði. Slökkviliðsmenn vilja fá verulega launahækkun en segja tilboð sveitarfélaga langt undir kröfum þeirra. Vernharð segir kjör slökkviliðsmanna ekki haldist í hendur við almenna launaþróun á undanförnum árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×