Erlent

Spánn vill aukinn hlut í Airbus

Einn yfirmanna Airbus, Louis Gallois, til hægri, talar við starfsmenn fyrirtækisins. Yfirstjórn Airbus segir helstu fjárhagsvandræði þess stafa af veikri stöðu bandaríkjadollars.
Einn yfirmanna Airbus, Louis Gallois, til hægri, talar við starfsmenn fyrirtækisins. Yfirstjórn Airbus segir helstu fjárhagsvandræði þess stafa af veikri stöðu bandaríkjadollars. MYND/AP

Spænsk stjórnvöld vilja auka eignarhlut sinn á ný í fyrirtækinu EADS, sem framleiðir Airbus flugvélarnar. Spánarstjórn vill þannig tryggja að störf við smíði hluta í vélarnar haldist áfram á Spáni.

Fyrirtækið hefur síðustu misseri færst meira í einkaeign frá ríkissjóðum nokkurra Evrópulanda. Nýverið kom í ljós allt að tveggja ára töf er orðin á afgreiðslu nýju A-380 vélarinnar sem er tveggja hæða risaþota.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×