Ný lota réttarhalda yfir Saddam Hussein 22. ágúst 2006 07:15 Segir dómstól ólögmætan Einræðisherrann fyrrverandi sparaði ekki stóru orðin er hann fékk að tjá sig um nýju ákærurnar í gær. MYND/AP Saddam Hussein neitaði í gær að tjá sig um ákærur þær sem á hann eru bornar í nýju réttarhaldi sem hófst yfir honum og sex öðrum sakborningum í gær. Er honum var gefið tækifæri til að tjá sig við upphaf réttarhaldsins ítrekaði hann þá skoðun sína að dómstóllinn væri ólögmætur og réttarhaldið allt skrípaleikur einn. Ákærurnar í þessu nýja réttarhaldi snúa að umdeildum aðgerðum íraska hersins í Kúrdahéruðunum í Norður-Írak á árunum 1987 til 1988. Aðgerðirnar eru kenndar við bæinn Anfal, en í þeim voru tugir þúsunda Kúrda drepnir. Saksóknarar sýndu réttinum í gær myndir af jarðneskum leifum kvenna og barna sem grafin voru upp úr fjöldagröfum á vettvangi Anfal-aðgerðanna, þar á meðal eina af pelabarni sem enn hélt á mjólkurpelanum sínum. Ákæruvaldið sýndi einnig stórt landabréf af Norður-Írak, þar sem búið var að merkja inn á fjölda þorpa og bæja sem fullyrt er að herinn hafi, að skipun Saddams, þurrkað út allt líf í, meðal annars með því að beita sinneps- og taugagasi. „Það er kominn tími til að mannkynið fái að vita ... umfang glæpanna sem framdir voru gegn íbúum Kúrdistans,“ sagði aðalsaksóknarinn Munquith al-Faroon. „Heilu bæirnir voru jafnaðir við jörðu, eins og það hefði ekki verið nóg að drepa allt fólkið,“ sagði hann. Réttarhaldið sem hófst í gær er önnur lotan í réttarhöldum yfir einræðisherranum fyrrverandi, þar sem gert er upp við meinta harðstjórnarglæpi áratugalangrar stjórnartíðar hans. Dómur hefur enn ekki verið kveðinn upp í fyrstu lotunni, þar sem réttað var í máli sem varðaði dráp á sjía-múslimum í bænum Dujail á níunda áratugnum. Verði Saddam sakfelldur í öðru hvoru málinu á hann yfir höfði sér dauðadóm. Saddam mætti á sakamannabekkinn í sömu dökku jakkafötunum og hann klæddist í hvert sinn sem hann sást við Dujail-réttarhaldið, sem stóð yfir í níu mánuði. En aðrar persónur og leikendur eru að þessu sinni breyttar. Nýr aðaldómari stýrir réttarhaldinu að þessu sinni. Og sex með-sakborningar hans eru einnig aðrir en áður. Þeir eru nær allir fyrrverandi yfirmenn í hernum. Þeirra þekktastur er Ali Hassan al-Majid, frændi Saddams, betur þekktur sem „Efnavopna-Ali“ vegna eiturgassins sem hann var þekktur fyrir að beita. Erlent Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Saddam Hussein neitaði í gær að tjá sig um ákærur þær sem á hann eru bornar í nýju réttarhaldi sem hófst yfir honum og sex öðrum sakborningum í gær. Er honum var gefið tækifæri til að tjá sig við upphaf réttarhaldsins ítrekaði hann þá skoðun sína að dómstóllinn væri ólögmætur og réttarhaldið allt skrípaleikur einn. Ákærurnar í þessu nýja réttarhaldi snúa að umdeildum aðgerðum íraska hersins í Kúrdahéruðunum í Norður-Írak á árunum 1987 til 1988. Aðgerðirnar eru kenndar við bæinn Anfal, en í þeim voru tugir þúsunda Kúrda drepnir. Saksóknarar sýndu réttinum í gær myndir af jarðneskum leifum kvenna og barna sem grafin voru upp úr fjöldagröfum á vettvangi Anfal-aðgerðanna, þar á meðal eina af pelabarni sem enn hélt á mjólkurpelanum sínum. Ákæruvaldið sýndi einnig stórt landabréf af Norður-Írak, þar sem búið var að merkja inn á fjölda þorpa og bæja sem fullyrt er að herinn hafi, að skipun Saddams, þurrkað út allt líf í, meðal annars með því að beita sinneps- og taugagasi. „Það er kominn tími til að mannkynið fái að vita ... umfang glæpanna sem framdir voru gegn íbúum Kúrdistans,“ sagði aðalsaksóknarinn Munquith al-Faroon. „Heilu bæirnir voru jafnaðir við jörðu, eins og það hefði ekki verið nóg að drepa allt fólkið,“ sagði hann. Réttarhaldið sem hófst í gær er önnur lotan í réttarhöldum yfir einræðisherranum fyrrverandi, þar sem gert er upp við meinta harðstjórnarglæpi áratugalangrar stjórnartíðar hans. Dómur hefur enn ekki verið kveðinn upp í fyrstu lotunni, þar sem réttað var í máli sem varðaði dráp á sjía-múslimum í bænum Dujail á níunda áratugnum. Verði Saddam sakfelldur í öðru hvoru málinu á hann yfir höfði sér dauðadóm. Saddam mætti á sakamannabekkinn í sömu dökku jakkafötunum og hann klæddist í hvert sinn sem hann sást við Dujail-réttarhaldið, sem stóð yfir í níu mánuði. En aðrar persónur og leikendur eru að þessu sinni breyttar. Nýr aðaldómari stýrir réttarhaldinu að þessu sinni. Og sex með-sakborningar hans eru einnig aðrir en áður. Þeir eru nær allir fyrrverandi yfirmenn í hernum. Þeirra þekktastur er Ali Hassan al-Majid, frændi Saddams, betur þekktur sem „Efnavopna-Ali“ vegna eiturgassins sem hann var þekktur fyrir að beita.
Erlent Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“