Innlent

Paul Watson siglir gegn hvalveiðiskipunum

Paul Watson, formaður umhverfisverndarsamtakanna Sea Shepherd og einhver stórtækasti skemmdarverkamaður Íslandssögunnar, segist ætla að senda tvö skip á Íslandsmið til að koma í veg fyrir hvalveiðar hér.

Í viðtali við Fréttablaðið segir hann að alþjóðasamþykktir neyði samtökin til að sjá til þess, að lög um umhverfisvernd séu virt. Hér á landi er Watson hinsvegar þekktur af lögbrotum, og þeim í stærri kandtinum, því hann stóð að því að sökkva tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn og vinna mikil spjöll í hvalstöðinni í Hvalfirði fyrir 20 árum.

Watson líkir hvalveiðum íslendinga við kjarnorkutilraunir Norður-Kóreumanna og á heimasíðu sinni segir hann íslendinga aumkunarverð lítilmenni, sem fái eitthað út úr því að tortíma dýrum, sem eru gáfaðri og fallegri en þeir. Engin yfirvofandi hætta er þó af skipum Watsons í bráð, því þau eru í mótmælaaðgerðum í Suðurhöfum og þótt hann fengi önnur skip í þeta verkefni, tekur tíma að undirbúa leiðangurinn og sigla hingað.

Félag hrefnuveiðimanna ákvað á fundi sínum í gærkvöldi að nýta sér nýfengna heimild sjávarútvegsráðherra til að veiða 30 hrefnur í haust. Heimildin var veitt um leið og heimilað var að veiða níu langreiðar. Ekki er endanlega ákveðið hversu margir bátar fara til hrefnuveiða, en þeir gætu orðið fjórir. Þegar hrefnuveiðar voru stundaðar án takmarkana, var yfirelitt ekki veitt svona seint á árinu, enda eru veiðarnar háðar dagsbirtu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×