Innlent

Slapp við reykeitrun

Kona var flutt á Slysadeild Landsspítalans undir morgun vegna gruns um að hún hafi fengið reykeitrun, eftir að íbúð við Bergþórugötu fylltist af reyk.

Sonur hennar, sem líka var í íbúðinni, slapp við eitrun. Slökkviliðið rakti upptök reyksins inn í eldhús, þar sem pottur hafði gleymst á logandi plötu. Íbúiðn var reykræst en töluvert tjón varð af völdum reyks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×