Erlent

Friðargæsluliðar SÞ fá að koma til Súdans

MYND/AP

Súdönsk stjórnvöld hafa fallist á það að hleypa friðargæsluliðum á vegum Sameinuðu þjóðanna inn í landið til þess að efla friðargæslu í hinu stríðshrjáða Darfur-héraði. Þetta staðfesti samningamaður Súdansstjórnar í dag.

Ekki hefur verið ákveðið hversu margir friðargæsluliðar koma til landsins en nú þegar eru 7 þúsund friðargæsluliðar á vegum Afríkubandalagsins í landinu. Þeim hefur ekki tekist að koma í veg fyrir átök í héraðinu sem staðið hafa í fjögur ár og kostað um 200 þúsund manns lífið og hrakið um tvær milljónir manna frá heimilum sínum.

Átökin hófust snemma árs 2003 og eru á milli uppreisnarmanna úr héraðinu og arabískra vígamanna sem sagðir eru njóta stuðnings stjórnvalda.

Átökin hafa magnast undanfarnar vikur og hefur Súdansstjórn sætti þrýstingi á alþjóðavettvangi að hleypa friðargæsluliðum inn í landið til þess að binda enda á blóðbaðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×