Erlent

Nörreport-stöðinni lokað vegna grunsamlegs pakka

Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn.

Lestarsamgöngur á Nörreport-stöðinni í Kaupmannahöfn voru stöðvaðar í tvo og hálfan tíma í dag eftir að grunsamleg taska fannst á brautarpalli þar. Vegna ótta við að þarna væri á ferðinni sprengja voru sprengjusérfræðingar á vegum danska hersins kallaðir á vettvang og notuðu þeir fjarstýrt vélmenni til að sprengja upp töskuna. Þegar það var búið kom í ljós að hún hafði ekki að geyma sprengju eða sprengiefni heldur spilapeninga. Ekki urðu þó miklar tafir á lestarsamgöngum vegna þessa en Þorláksmessa er einn af stærstu ferðadögum ársins í hjá dönsku járnbrautunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×