Erlent

Bono hlýtur heiðursriddaratign

Bono á Live 8 tónleikunum í Hyde Park í fyrra ásamt Bítilnum Sir Paul McCartney.
Bono á Live 8 tónleikunum í Hyde Park í fyrra ásamt Bítilnum Sir Paul McCartney. MYND/Gettu Images

Elísabet Bretlandsdrottning hefur ákveðið að sæma írska rokkarann, Bono, söngvara sveitarinnar U2, heiðursriddaratign fyrir störf hans innan tónlistargeirans og að mannúðarmálum. Frá þessu var greint í tilkynningu frá breska sendiráðinu í Dublin í dag.

Bono mun taka við viðurkenningunni úr hendi breska sendiherrans á Írlandi snemma á næsta ári en það skal tekið fram að með þessu má Bono ekki nota titilinn Sir eins og Paul McCartney og fleiri þar sem aðeins er um heiðursriddaratign að ræða. Annar írskur rokkari og baráttumaður, Bob Geldof, hlaut sömu viðurkenningu fyrir 20 árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×