Innlent

Sífellt færri bækur prentaðar hér á landi

MYND/Stefán

Hlutfall þeirra bóka sem er að finna í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda í ár og prentaður er hér á landi hefur dregist verulega saman frá fyrra ári samkvæmt könnun Bókasambands Íslands. Alls eru 650 titlar í Bókatíðindum og samkvæmt könnun Bókasambandsins er eru aðeins 54 prósent titla prentuð hér á landi en þetta hlutfall var nærri 60 prósent í fyrra. Könnun sem þessi hefur verið gerð frá árinu 1998 og hefur hlutfall prentunar erlendis aldrei verið jafnhátt eða nærri 46 prósent. Þegar horft er til einstakra bókaflokka kemur í ljós að stærstur hluti barnabóka er prentaður í útlöndum eða nærri þrjár af hverjum fjórum. Hins vegar eru bækur um sögu, ættfræði, ævisögur, handbækur og matreiðslubækur flestar prentaðar hér eða rúm 70 prósent þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×