Erlent

Talibanar ætla að ráðast gegn Evrópubúum

Foringi í liði talibana, Mullah Muhammad Amin, sagði í morgun að talibanar væru nú að stefna að árás á Bretland og Evrópu. Í einkaviðtali við Sky fréttastofuna sagði Amin að samtökin ættu gnægð vopna og að óbreyttum borgurum á Vesturlöndum yrði ekki hlíft enda hefðu þeir komið Bush og Blair til valda með atkvæðum sínum.

"Það er ásættanlegt að drepa venjulegt fólk á Vesturlöndum vegna þess að þetta er fólkið sem kom þeim til valda," sagði Amin með vísan til George Bush og Tony Blair.

Amin staðfesti orðróm um að talibanarnir væru í felum í fjallahéruðum Pakistans og að þeir fengju hjálp frá vinveittum íbúum héraðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×