Erlent

Ísraelar halda áfram eftirlitsflugi um líbanska lofthelgi

Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraels, er annar frá hægri, umkringdur hershöfðingjum á góðri stund.
Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraels, er annar frá hægri, umkringdur hershöfðingjum á góðri stund.

Varnarmálaráðherra Ísraels, Amir Peretz, sagði í gær að Ísraelar myndu halda áfram daglegu eftirlitsflugi sínu yfir líbanska lofthelgi svo lengi sem líbanska ríkisstjórnin sinnti ekki sínum hluta vopnahléssamkomulagsins um að hindra vopnasmygl til Hisbollah. Líbanir hafa gagnrýnt yfirflug Ísraela sem skýlaust brot á vopnahléssamkomulagi öryggisráðsins.

Utanríkisráðherra Líbanons, Fawsi Shalloukh, segir Líbani standa við vopnahléssamkomulagið, þeir einu sem brjóti það séu Ísraelar. Alþjóðasamfélagið hefur einnig í auknum mæli gagnrýnt yfirflug Ísraela.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×