Erlent

Vann eineltismál vegna andlitsblæju

Svona lítur Aishah Azmi út með andlitsslæðuna sem hún krafðist að fá að bera við kennslu.
Svona lítur Aishah Azmi út með andlitsslæðuna sem hún krafðist að fá að bera við kennslu. MYND/AP

Íslömsk kennslukona í Bretlandi hefur unnið eineltismál sem hún höfðaði gegn barnaskólanum sem hún kenndi við. Konan var leyst frá störfum þegar hún neitaði að fjarlægja andlitsblæju í skólastofunni.

Málið hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og umræður um rétt múslímakvenna til að bera andlitsslæður sem hylja mesta hluta andlitsins.

Forsætisráðherra Breta, Tony Blair, hefur kallað blæjuna merki aðskilnaðar og Jack Straw stjórnandi málstofu Breska þingsins segir þær koma í veg fyrir árangursrík samskipti, en hann biður múslimakonur að fjarlægja þær þegar þær koma á hans fund.

Azmi viðurkenndi að hafa ekki borið blæjuna í atvinnuviðtali þegar hún sótti um starfið sem aðstoðarkennari 11 ára barna með ensku að öðru tungumáli. Rétturinn dæmdi henni sem svarar um 130 þúsund krónum í miskabætur vegna eineltis. Hún tapaði hins vegar kröfu fyrir dómi um mismunun og áreitni, þeim úrskurði ætlar hún að áfrýja.

Í síðustu viku kærði starfsmaður innritunarborðs Breska flugfélagsins British airways fyrirtækið fyrir trúarlega mismunun. Henni hafði verið bannað að bera kross við einkennisklæðnað félagsins, en það bannar að hálsmen séu borin utan yfir skyrtur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×