Segja ríkisstjórnina klofna í afstöðu til hvalveiða 19. október 2006 18:06 Áhöfninni á Hval níu hefur enn ekki tekist að fanga hval á þeim tæpu tveimur sólarhringum sem liðnir eru frá því skipið hélt til veiða á þriðjudagskvöld. Hart var deilt á Alþingi í morgun um ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að heimila veiðarnar og gefið í skyn að ríkisstjórnin væri klofin í málinu vegna fyrirvara umhverfisráðherra. Steingrímur J Sigfússon, formaður Vinstri grænna, kvað sér hljóðs um dagskrá þingsins á Alþingi í morgun, og taldi sjávarútvegsráðherra skulda Alþingi frekari skýringar á ákvörðun sinni um að hefja veiðar. Steingrímur sagði Einar K Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, ekki hafa upplýst Alþingi um að ekki væri full samstaða um málið í ríkisstjórn og rifjaði upp efasemdir sem umhverfisráðherra hefur sett fram í fjölmiðlum. Steingrímur óskaði eftir því að sjávarútvegsráðherra gerði nánar grein fyrir hver staða málsins væri í ríkisstjórn og hvort rétt væri að um það væri ekki full samstaða. Sjávarútvegsráðherra sagði stöðu málsins mjög einfalda. Sjávarútvegsráðherra hefði vald til að gefa út veiðiheimildir á hval. Hann hefði kynnt ákvörðun sína í ríkisstjórn og ríkisstjórnin stæði að baki ákvörðun hans. Þannig að málið væri ákaflega skýrt. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði ekki annað hægt en draga þá ályktun að sjávarútvegsráðherra hefði undirbúið þetta mál á bakvið Framsóknarflokkinn og umhverfisráðherra. Það væri það alvarlega í málinu. Enn einu sinni væri verið að niðurlægja Framsóknarflokkinn og beygja hann í duftið. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, varði hins vegar ákvörðun sjávarútvegsráðherra. Hann hvatti þingheim til að verja hagsmuni Íslands. Það væri réttur Íslendinga að veiða hval. Hann hafi verið mikilvæg afurð í áratugi. Íslendingar ættu ekki að láta veikja sig í þeirri orrustu. "Við skulum standa saman, við skulum eiga eina þjóðarsál," sagði Guðni. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
Áhöfninni á Hval níu hefur enn ekki tekist að fanga hval á þeim tæpu tveimur sólarhringum sem liðnir eru frá því skipið hélt til veiða á þriðjudagskvöld. Hart var deilt á Alþingi í morgun um ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að heimila veiðarnar og gefið í skyn að ríkisstjórnin væri klofin í málinu vegna fyrirvara umhverfisráðherra. Steingrímur J Sigfússon, formaður Vinstri grænna, kvað sér hljóðs um dagskrá þingsins á Alþingi í morgun, og taldi sjávarútvegsráðherra skulda Alþingi frekari skýringar á ákvörðun sinni um að hefja veiðar. Steingrímur sagði Einar K Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, ekki hafa upplýst Alþingi um að ekki væri full samstaða um málið í ríkisstjórn og rifjaði upp efasemdir sem umhverfisráðherra hefur sett fram í fjölmiðlum. Steingrímur óskaði eftir því að sjávarútvegsráðherra gerði nánar grein fyrir hver staða málsins væri í ríkisstjórn og hvort rétt væri að um það væri ekki full samstaða. Sjávarútvegsráðherra sagði stöðu málsins mjög einfalda. Sjávarútvegsráðherra hefði vald til að gefa út veiðiheimildir á hval. Hann hefði kynnt ákvörðun sína í ríkisstjórn og ríkisstjórnin stæði að baki ákvörðun hans. Þannig að málið væri ákaflega skýrt. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði ekki annað hægt en draga þá ályktun að sjávarútvegsráðherra hefði undirbúið þetta mál á bakvið Framsóknarflokkinn og umhverfisráðherra. Það væri það alvarlega í málinu. Enn einu sinni væri verið að niðurlægja Framsóknarflokkinn og beygja hann í duftið. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, varði hins vegar ákvörðun sjávarútvegsráðherra. Hann hvatti þingheim til að verja hagsmuni Íslands. Það væri réttur Íslendinga að veiða hval. Hann hafi verið mikilvæg afurð í áratugi. Íslendingar ættu ekki að láta veikja sig í þeirri orrustu. "Við skulum standa saman, við skulum eiga eina þjóðarsál," sagði Guðni.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira