Hvalur 9 siglir inn Hvalfjörð til að undirbúa fyrstu veiðiferðina 17. október 2006 18:46 Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, í ræðustól á Alþingi í dag. MYND/Gunnar V. Andrésson Íslensk stjórnvöld tilkynntu í dag að hvalveiðar í atvinnuskyni og veiðar á stórhvölum væru hafnar á ný. Sjávarútvegsráðherra skýrði Alþingi frá því að hann hefði heimilað veiðar á 9 langreyðum og 30 hrefnum, til viðbótar þeim 39 hrefnum sem áður var ákveðið að yrðu veiddar í vísindaskyni. Hvalur níundi, flaggskip hvalveiðiflotans, sigldi nú síðdegis inn Hvalfjörð, áleiðis að hvalstöðinni, sem hefur verið verkefnalaus frá árinu 1989. Þar voru menn í dag á fullu að undirbúa hvalveiðivertíð. Þetta skip fær nú leyfi til að skjóta stórhveli á ný, eftir 17 ára hlé, en heimilað verður að veiða níu langreyðar á fiskveiðiárinu, sem hófst 1. september. Yfirlýsing ráðherra kom þegar hann svaraði fyrirspurn frá Magnúsi Þór Hafsteinssyni, þingmanni Frjálslyndra, en áður hafði ráðherrann gert utanríkis og sjávarútvegsnefndum þingsins, sem og forystumönnum stjórnarandstöðunnar, frá ákvörðun sinni, sem tekin var í samráði við ríkisstjórn. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sagði ákvörðunina byggða á stefnumörkun Alþingis frá árinu 1999 þar sem ályktað var að hvalveiðar skyldu hafnar í atvinnuskyni. Hann sagði þjóðréttarlegar heimildir Íslendinga til staðar og reynt hefði verið að stíga hvert skref varlega, veiðarnar væru sjálfbærar en menn yrðu þó að vera viðbúnir miklum mótmælum. Pólitísk viðbrögð á Alþingi voru misjöfn, þingmenn Samfylkingarinnar lýstu efasemdum en þingmenn Vinstri grænna lýstu andstöðu. Kristinn H. Gunnarsson, Framsóknarflokki, sagði ráðherra hafa skýrt pólitískt umboð Alþingis, og hér væru tímamót á ferðinni. Guðjón Hjörleifsson, Sjálfstæðisflokki, óskaði Íslendingum til hamingju með daginn, og kvaðst gera ráð fyrir að víða væri flaggað í dag. Magnús Þór Hafsteinsson lýsti eindregnum stuðningi Frjálslyndra og sagði hér stórmál á ferðinni sem snerist um sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira
Íslensk stjórnvöld tilkynntu í dag að hvalveiðar í atvinnuskyni og veiðar á stórhvölum væru hafnar á ný. Sjávarútvegsráðherra skýrði Alþingi frá því að hann hefði heimilað veiðar á 9 langreyðum og 30 hrefnum, til viðbótar þeim 39 hrefnum sem áður var ákveðið að yrðu veiddar í vísindaskyni. Hvalur níundi, flaggskip hvalveiðiflotans, sigldi nú síðdegis inn Hvalfjörð, áleiðis að hvalstöðinni, sem hefur verið verkefnalaus frá árinu 1989. Þar voru menn í dag á fullu að undirbúa hvalveiðivertíð. Þetta skip fær nú leyfi til að skjóta stórhveli á ný, eftir 17 ára hlé, en heimilað verður að veiða níu langreyðar á fiskveiðiárinu, sem hófst 1. september. Yfirlýsing ráðherra kom þegar hann svaraði fyrirspurn frá Magnúsi Þór Hafsteinssyni, þingmanni Frjálslyndra, en áður hafði ráðherrann gert utanríkis og sjávarútvegsnefndum þingsins, sem og forystumönnum stjórnarandstöðunnar, frá ákvörðun sinni, sem tekin var í samráði við ríkisstjórn. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sagði ákvörðunina byggða á stefnumörkun Alþingis frá árinu 1999 þar sem ályktað var að hvalveiðar skyldu hafnar í atvinnuskyni. Hann sagði þjóðréttarlegar heimildir Íslendinga til staðar og reynt hefði verið að stíga hvert skref varlega, veiðarnar væru sjálfbærar en menn yrðu þó að vera viðbúnir miklum mótmælum. Pólitísk viðbrögð á Alþingi voru misjöfn, þingmenn Samfylkingarinnar lýstu efasemdum en þingmenn Vinstri grænna lýstu andstöðu. Kristinn H. Gunnarsson, Framsóknarflokki, sagði ráðherra hafa skýrt pólitískt umboð Alþingis, og hér væru tímamót á ferðinni. Guðjón Hjörleifsson, Sjálfstæðisflokki, óskaði Íslendingum til hamingju með daginn, og kvaðst gera ráð fyrir að víða væri flaggað í dag. Magnús Þór Hafsteinsson lýsti eindregnum stuðningi Frjálslyndra og sagði hér stórmál á ferðinni sem snerist um sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira