Hvalur 9 siglir inn Hvalfjörð til að undirbúa fyrstu veiðiferðina 17. október 2006 18:46 Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, í ræðustól á Alþingi í dag. MYND/Gunnar V. Andrésson Íslensk stjórnvöld tilkynntu í dag að hvalveiðar í atvinnuskyni og veiðar á stórhvölum væru hafnar á ný. Sjávarútvegsráðherra skýrði Alþingi frá því að hann hefði heimilað veiðar á 9 langreyðum og 30 hrefnum, til viðbótar þeim 39 hrefnum sem áður var ákveðið að yrðu veiddar í vísindaskyni. Hvalur níundi, flaggskip hvalveiðiflotans, sigldi nú síðdegis inn Hvalfjörð, áleiðis að hvalstöðinni, sem hefur verið verkefnalaus frá árinu 1989. Þar voru menn í dag á fullu að undirbúa hvalveiðivertíð. Þetta skip fær nú leyfi til að skjóta stórhveli á ný, eftir 17 ára hlé, en heimilað verður að veiða níu langreyðar á fiskveiðiárinu, sem hófst 1. september. Yfirlýsing ráðherra kom þegar hann svaraði fyrirspurn frá Magnúsi Þór Hafsteinssyni, þingmanni Frjálslyndra, en áður hafði ráðherrann gert utanríkis og sjávarútvegsnefndum þingsins, sem og forystumönnum stjórnarandstöðunnar, frá ákvörðun sinni, sem tekin var í samráði við ríkisstjórn. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sagði ákvörðunina byggða á stefnumörkun Alþingis frá árinu 1999 þar sem ályktað var að hvalveiðar skyldu hafnar í atvinnuskyni. Hann sagði þjóðréttarlegar heimildir Íslendinga til staðar og reynt hefði verið að stíga hvert skref varlega, veiðarnar væru sjálfbærar en menn yrðu þó að vera viðbúnir miklum mótmælum. Pólitísk viðbrögð á Alþingi voru misjöfn, þingmenn Samfylkingarinnar lýstu efasemdum en þingmenn Vinstri grænna lýstu andstöðu. Kristinn H. Gunnarsson, Framsóknarflokki, sagði ráðherra hafa skýrt pólitískt umboð Alþingis, og hér væru tímamót á ferðinni. Guðjón Hjörleifsson, Sjálfstæðisflokki, óskaði Íslendingum til hamingju með daginn, og kvaðst gera ráð fyrir að víða væri flaggað í dag. Magnús Þór Hafsteinsson lýsti eindregnum stuðningi Frjálslyndra og sagði hér stórmál á ferðinni sem snerist um sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Íslensk stjórnvöld tilkynntu í dag að hvalveiðar í atvinnuskyni og veiðar á stórhvölum væru hafnar á ný. Sjávarútvegsráðherra skýrði Alþingi frá því að hann hefði heimilað veiðar á 9 langreyðum og 30 hrefnum, til viðbótar þeim 39 hrefnum sem áður var ákveðið að yrðu veiddar í vísindaskyni. Hvalur níundi, flaggskip hvalveiðiflotans, sigldi nú síðdegis inn Hvalfjörð, áleiðis að hvalstöðinni, sem hefur verið verkefnalaus frá árinu 1989. Þar voru menn í dag á fullu að undirbúa hvalveiðivertíð. Þetta skip fær nú leyfi til að skjóta stórhveli á ný, eftir 17 ára hlé, en heimilað verður að veiða níu langreyðar á fiskveiðiárinu, sem hófst 1. september. Yfirlýsing ráðherra kom þegar hann svaraði fyrirspurn frá Magnúsi Þór Hafsteinssyni, þingmanni Frjálslyndra, en áður hafði ráðherrann gert utanríkis og sjávarútvegsnefndum þingsins, sem og forystumönnum stjórnarandstöðunnar, frá ákvörðun sinni, sem tekin var í samráði við ríkisstjórn. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sagði ákvörðunina byggða á stefnumörkun Alþingis frá árinu 1999 þar sem ályktað var að hvalveiðar skyldu hafnar í atvinnuskyni. Hann sagði þjóðréttarlegar heimildir Íslendinga til staðar og reynt hefði verið að stíga hvert skref varlega, veiðarnar væru sjálfbærar en menn yrðu þó að vera viðbúnir miklum mótmælum. Pólitísk viðbrögð á Alþingi voru misjöfn, þingmenn Samfylkingarinnar lýstu efasemdum en þingmenn Vinstri grænna lýstu andstöðu. Kristinn H. Gunnarsson, Framsóknarflokki, sagði ráðherra hafa skýrt pólitískt umboð Alþingis, og hér væru tímamót á ferðinni. Guðjón Hjörleifsson, Sjálfstæðisflokki, óskaði Íslendingum til hamingju með daginn, og kvaðst gera ráð fyrir að víða væri flaggað í dag. Magnús Þór Hafsteinsson lýsti eindregnum stuðningi Frjálslyndra og sagði hér stórmál á ferðinni sem snerist um sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira