Erlent

Brúðarkjóll úr bollum

Konur leggja yfirleitt mikið upp úr brúðarkjólnum sem þær klæðast á brúðkaupsdaginn. Úkraínski bakarinn Valentín Stefanjo ákvað að konan sín tilvonandi skyldi sko klæðast algerlega einstæðum kjól þegar þau gengju í það heilaga. Hann bakaði því tvö þúsund litlar bollur, fyllti þær með rjóma og bjó til brúðarkjólinn úr þeim. Það tók hann tvo mánuði að koma kjólnum saman, og konan hans tilvonandi virtist bara hin ánægðasta með framtak síns manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×