Erlent

Borelius á rétt á árslaunum

Maria Borelius, viðskiptaráðherra Svíþjóðar sem sagði af sér í gær á rétt á árslaunum frá ríkinu þrátt fyrir að hafa aðeins setið átta daga í embætti. Þau nema um tíu milljónum íslenskra króna. Það á þó eftir að koma í ljós hvort Borelius þiggi launin, en hún þurfti að segja af sér eftir að upp komst að hún hafði greitt barnfóstrum sínum laun án þess að gefa þau upp til skatts, auk þess sem hún hafði ekki greitt afnotagjöld til ríkissjónvarpsins. Þiggi hún launin þýðir það að miðað við átta daga starf jafngilda launin um 1.250 þúsund krónum í laun á dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×