Erlent

Forsetakosningar í Ekvador

Íbúar Ekvador kjósa sér nýjan forseta í dag, en þremur síðustu forsetum hefur verið steypt af stóli. Skoðanakannanir bentu til þess að hagfræðingurinn Rafael Correa nyti mestrar hylli, en hann er vinstri maður og mikill stuðningsmaður Hugos Chavez, hins umdeilda forseta Venesúela. Hann nær þó væntanlega ekki þeim fimmtíu prósentum atkvæða sem þarf til þess að sigra í fyrstu umferð.

Öllum borgurum á aldrinum 18-65 ára ber lagaleg skylda til þess að nýta kosningarétt sinn í Ekvador.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×