Erlent

Þrír létust í hríðarbyl í New York

Maður hreinsar bíl í Buffalo, New York, eftir að 60 sm snjór féll og olli því að greinar brotnuðu af trjám og slitu rafmagnslínur.
Maður hreinsar bíl í Buffalo, New York, eftir að 60 sm snjór féll og olli því að greinar brotnuðu af trjám og slitu rafmagnslínur. MYND/AP

Þrír létust og þúsundir eru án rafmagns í Buffalo eftir að hríðarbylur gekk yfir New York ríki í gær. Rúmlega 60 sm snjór féll í miklu þrumuveðri á fimmtudag og föstudag, en það eru mestu snjóar í október síðan veðurstofan byrjaði mælingar fyrir 137 árum. Rafmagnsfyrirtæki áttu í miklum erfiðleikum að bæta úr rafmagsleysinu þar sem starfsmenn þeirra festust í snjónum eins og aðrir. 237,000 heimili voru án rafmagns klukkan 6 að staðartíma í morgun en þegar mest var voru 341,000 heimili og fyrirtæki rafmagnslaus. Blautur snjórinn braut greinar af trjám um gjörvallt vestur ríkið og skáru þannig á rafmagnslínur.



A motorist in Buffalo, N.Y., clears snow from his vehicle after heavy snow downed trees and power lines, Friday, Oct. 13, 2006. A rare early October snowstorm left parts of western New York blanketed with 2 feet of snow, prompting widespread blackouts, closing schools and halting traffic



Fleiri fréttir

Sjá meira


×