Erlent

Kidman rödd kvenna í Kosovo

Nicole Kidman mætir til Óskarsverðlaunahátíðarinna fyrr á þessu ári.
Nicole Kidman mætir til Óskarsverðlaunahátíðarinna fyrr á þessu ári. MYND/Reuters

Kvikmyndaleikkonan og óskarsverðlaunahafinn Nicole Kidman hóf ferð um Kosovo í dag til að styrkja málefni kvenna í landinu og auka skilning á réttindum þeirra. Þetta er fyrsta embættisverk hennar sem velgjörðarsendiherra Sameinuðu Þjóðanna.

Hún flaug frá Ítalíu til Pristinu, höfuðborgar Kosovo, eftir að hafa kynnt nýjust kvikmynd sína "Fur" á kvikmyndahátíð Rómaborgar.

Í Pristinu hitti Kidman forsætisráðherra landsins, Agim Ceku ásamt fleiri ráðamönnum og sagði við það tækifæri að hún vonaðist til að geta hjálpað landinu og lært sjálf að verða rödd fyrir fólkið.

Kidman var kosinn velgjörðarsendiherra þróunarsjóðs kvenna hjá Sameinuðu Þjóðunum í janúar á þessu ári.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×