Erlent

Sjálfsmorð eftir ímyndað morð unnustu

Pakistanskur maður framdi sjálfsmorð fyrir utan hús unnustu sinnar í Karachi þegar hann hélt að hann hefði ráðið henni bana af gáleysi. Maðurinn var vopnaður byssu og skaut í sífellu af henni í loftið í þeirri von að fá athygli unnustunnar og fá hana til að giftast sér tveim mánuðum fyrr en áætlað hafði verið. Konan var á leið niður stiga þegar kúla úr byssunni rakst í vegg með þeim afleiðingum að stefnan breyttist og kúlan hitti brúðina tilvonandi. Hún féll niður og hélt þá unnustinn að hann hefði drepið hana. Ekkert amar hins vegar að stúlkunni, en maðurinn skaut sjálfan sig augnabliki eftir atburðinn. Upphaflega var brúðkaupið áætlað á jóladag og konan hafði sagt manninum að ekkert lægi á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×