Erlent

Sönnun á kjarnorkutilraun N-Kóreu

Bandaríkin hafa tilkynnt að geislavirkni hafi mælst í loftsýnum sem tekin voru úr sérhannaðri flugvél bandaríkjahers daginn eftir kjarnorkutilraun Norður-Kóreumanna. Sýnin voru tekin nálægt staðnum sem neðanjarðarsprengingin átti sér stað. Þetta staðfestir að kjarnorkutilraunin fór fram, en getgátur voru uppi um það síðustu daga að einungis hefði verið um dýnamítsprengingu að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×