Erlent

Ban kjörinn nýr aðalritari SÞ

Allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna kaus í gær Ban Ki-Moon nýjan aðalritara Sameinuðu Þjóðanna. Ban tekur við af Kofi Annan um áramótin, en Annan hefur gengt starfinu í áratug. Ban er fyrrverandi utanríkisráðherra Suður Kóreu. Á fyrsta blaðamannafundi Ban eftir kjörið sagðist hann styðja þær refsiaðgerðir sem Bandaríkjamann hafa lagt fyrir öryggisráðið og vonaðist til að ályktunin yrði samþykkt.

 

 

Ban er 62 ára og var einn sjö frambjóðanda í embættið.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×