Erlent

Kasparov óttast um líf sitt

Kasparov á Langjökli árið 2000
Kasparov á Langjökli árið 2000 MYND/Stöð 2

Gary Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák, segist óttast um öryggi sitt eftir morðið á blaðakonunni Önnu Politkovskayu. Kasparov sneri sér að stjórnmálum fyrir nokkrum árum og er leiðtogi frjálslynds flokks sem hefur það að markmiði að koma Vladimir Putin, forseta, frá völdum.

Flokkurinn berst meðal annars gegn því að stjórnarskránni verði breytt þannig að Putin geti boðið sig fram til forseta í þriðja skipti.

Á viðskiptaráðstefnu í Portúgal, á miðvikudag, sagði Kasparov í blaðaviðtali að hann reyndi eftir megni að vernda sjálfan sig og fjölskyldu sína, en hann geri sér grein fyrir að í raun sé það ómögulegt, ef einhver ætli sér að myrða hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×