Spænsk stjórnvöld vilja auka eignarhlut sinn á ný í fyrirtækinu EADS, sem framleiðir Airbus flugvélarnar. Spánarstjórn vill þannig tryggja að störf við smíði hluta í vélarnar haldist áfram á Spáni.
Fyrirtækið hefur síðustu misseri færst meira í einkaeign frá ríkissjóðum nokkurra Evrópulanda. Nýverið kom í ljós allt að tveggja ára töf er orðin á afgreiðslu nýju A-380 vélarinnar sem er tveggja hæða risaþota.