Erlent

Njósnarar í mýflugu mynd

Vélflugurnar gætu verið nýttar til sprengiárása á minni skotmörk, eins og tölvur.
Vélflugurnar gætu verið nýttar til sprengiárása á minni skotmörk, eins og tölvur.

Breskir hermálavísindamenn eru að þróa vélflugu sem nýta má til að njósna um staðsetningu óvina.

Verkefnisstjórinn, Dr. Rafal Zbikowski, segir að fyrstu flugurnar gætu verið tilbúnar innan sjö til tíu ára.

Hann hefur nú þegar hannað frumgerð ófleygrar vélflugu sem hermir eftir vængslætti venjulegrar flugu.

Hann segir að flugurnar muni geta unnið í þröngum rýmum, innan bygginga og í göngum eða hellum. Þetta geri þær ómetanlegar við leit að hryðjuverkamönnum, en geti líka nýst við að staðsetja fórnarlömb náttúruhamfara, eins og jarðskjálfta eða til skoðunar í námum.

Bandaríkjaher styður verkefnið og hefur lýst yfir áhuga til að nota vélflugurnar til smærri sprengjuárása. Þær væru hið fullkomna og snjalla vopn, sem gætu eytt ákveðnu og afmörkuðu skotmarki, eins og tölvu, án þess að sprengja þurfi húsið eða svæðið í kring.

Dr Zbikowski, sem vinnur við við Cranfield University í Oxfordshire sagði tímaritinu "The Engineer" að lykillinn væri að læra meira um hvernig skordýr fljúga.

Fréttastofa Sky greindi frá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×