Erlent

Þúsundir flýja eld í efnaverksmiðju

Rúmur helmingur íbúa í smábæ í Norður-Karólínu ríki í Bandaríkjunum hefur í dag þurft að yfirgefa heimili sín vegna bruna í efnaverksmiðju.

Íbúar í bænum Apex, þar sem verksmiðjan er staðsett, eru 28 þúsund og hafa um 16 þúsund þeirra orðið að flytja sig á öruggari svæði.

Töluvert af hættulegum efnum og efnaúrgangi er að finna í verksmiðjunni sem stendur nú í ljósum logum. Talið er að um 20 til 30 sprengingar hafi orðið í verksmiðjunni.

Ekki er vitað til þess að nokkurn hafi sakað en læknar á svæðinu óttast að fjölmargir íbúar eigi eftir að leita sér lækninga, aðallega vegna öndunarerfiðleika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×