Erlent

Segja Frelsisher Drottins brjóta friðarsamkomulag

Heryfirvöld í Úganda segja skæruliðahreyfinguna Frelsisher Drottins hafa brotið vopnahléssamkomulag sem undirritað var í síðasta mánuði. Samkomulagið kvað á um að liðsmenn Frelsishersins skyldu safnast saman á fyrirfram ákveðnum stað í Suður-Súdan, gegn því að þeir yrðu ekki sóttir til saka.

Nú segir herinn í Úganda að allt bendi til að skæruliðarnir séu að flytja búðir sínar og sé það því brot á samkomulaginu en það kann að stefna friðarviðræðum í hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×