Erlent

Georgíumenn saka Rússa um njósnir

Georgískir lögreglumenn umkringja nú rússneska herstöð í höfuðborg Georgíu. Farið er fram á að hershöfðingi sem dvelst þar verði framseldur.
Georgískir lögreglumenn umkringja nú rússneska herstöð í höfuðborg Georgíu. Farið er fram á að hershöfðingi sem dvelst þar verði framseldur. MYND/AP

Georgískir hermenn handtóku í gær fjóra rússneska hershöfðingja og 12 til viðbótar, þar af 10 Georgíumenn, vegna gruns um njósnir og að hópurinn hafi lagt á ráðin um umfangsmiklar aðgerðir sem hafi getað ógnað öryggi ríkisins. Einnig sitja öryggissveitir um rússneska herstöð í Tblisi, höfuðborg Georgíu, og krefjast framsals eins hershöfðingja til viðbótar.

Innanríkisráðherra Georgíu segist hafa komið upp um það sem hann kallar afar hættulegan njósnahring. Þessi uppákoma hefur gert tengsl grannríkjanna Georgíu og Rússlands enn stirðari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×