Lífið

Dauði "krókódílamannsins" aldrei sýndur opinberlega

Ekkja "krókódílamannsins" Stewe Irwins, segir að myndbandið sem tekið var af dauða hans verði aldrei sýnt opinberlega. Terri Irwin talaði um mann sinn við Barböru Walters, hjá ABC sjónvarpsstöðinni, og upplýsti þar að hún hefði sjálf ekki séð myndbandið. Irwin dó eftir að gaddaskata stakk hann í hjartastað þar sem hann var að kafa, við strendur Ástralíu, hinn fjórða þessa mánaðar.

"Til hvers ætti ég eiginlega að skoða það," sagði Terri þegar Walters spurði hana um málið. Vinur Irwins, John Stainton, var einnig í þættinum og hann er einn af fáum sem hafa séð myndbandið. Hann sagðist aldrei vilja sjá það aftur, það væri skelfilegt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.