Erlent

Hundarnir þefa uppi sjóræningjadiska

Nýjasta vopn Samtaka kvikmyndaframleiðenda í Ameríku gegn sjóræningjaútgáfu á DVD diskum var kynnt í gær. Nú hafa hundar verið þjálfaðir til að greina lykt af afrituðum DVD diskum og skiptir þá ekki máli hvort það er einn diskur eða hundruð. Hundar hafa margfalt sterkara þefskyn en mannfólkið.

Þeir geta reyndar ekki greint á lyktinni hvort diskur er löglegur eða ólöglegur en þjálfararnir segja að hundarnir verði eitt af mörgum tækjum sem notuð verði til að berjast á móti ólöglegri afritun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×