Erlent

Útilokar ekki að nefna fyrrverandi hershöfðingja sem forsætisráðherra

Hermenn hafa verið afar sýnilegir á götum Bangkok.
Hermenn hafa verið afar sýnilegir á götum Bangkok. MYND/AP

Leiðtogi valdaráns hersins í Taílandi tilkynnti í morgun að herforingjastjórnin hafi lagt lokahönd á bráðabirgðastjórnarskrá landsins og sé að þrengja hringinn í leitinni að nýjum forsætisráðherra eftir að hafa velt Thaksin Shinawatra úr sessi þann 19. september síðastliðinn.

Leiðtogi hersins sagði að nýr forsætisráðherra muni koma úr röðum almennings en neitaði því ekki að sá gæti verið fyrrverandi hershöfðingi. Við valdaránið sagði herforinginn að nýr forsætisráðherra myndi taka við innan tveggja vikna, eða fyrir fjórða október næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×