Erlent

Abe nýr forsætisráðherra Japans

Forsætisráðherrann hneigði sig að japönskum sið þegar úrslitin voru ljós.
Forsætisráðherrann hneigði sig að japönskum sið þegar úrslitin voru ljós. MYND/AP

Þjóðernissinninn Shinzo Abe, var kjörinn forsætisráðherra Japans í morgun með öruggum meirihluta í báðum þingdeildum. Abe er hernaðarsinni og einnig dyggur stuðningsmaður nánara sambands við Bandaríkin.

Forsætisráðherra Japans til fimm ára, Junichiro Koizumi, sagði formlega af sér í morgun og vék úr sæti fyrir Abe sem vann formannskjör í stjórnmálaflokkinum sem þeir báðir tilheyra. Fastlega er búist við að Abe fylgi fordæmi forvera síns og haldi áfram að heimsækja helgireitinn Azukuni, sem heiðrar minningu stríðshetja Japans, nágrannaþjóðum Japana til mikillar reiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×