Erlent

Stórt vopnabúr gert upptækt í Kent

Lögreglan í Bretlandi telur sig hafa komið upp um umfangsmikið vopnasmygl milli Bretlands og Bandaríkjanna. Lögreglumenn gerðu samræmt áhlaup á þrjú hús í Kent í Bretlandi og í einu þeirra fundust mörg hundruð byssur, bæði sjálfvirkar og hálfsjálfvirkar.

Samkvæmt heimildum Sky fréttastofunnar hefur einn 55 ára karlmaður verið handtekinn. Á sama tíma var gerð húsleit í New Jersey í Bandaríkjunum en ekki hefur verið tilkynnt um neinar vopnageymslur þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×