Sport

Holyfield aftur í hringinn í nóvember

Evander Holyfield
Evander Holyfield NordicPhotos/GettyImages
Gamla brýnið Evander Holyfield er nú á fullu við að fullkomna enn eina endurkomuna í hnefaleikahringinn. Hann vann á dögunum auðveldan sigur í sínum fyrsta bardaga í langan tíma og hefur nú ákveðið að mæta Fres Oquendo frá Portó Ríkó næst þann tíunda nóvember næstkomandi. Holyfield stefnir á að vinna sinn fimmta heimsmeistaratitil á ferlinum, en það hefur engum boxara tekist áður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×