Innlent

Baugur hefur tilkynnt um yfirtökutilboð á House of Fraiser

MYND/VÍSIR

Baugur Group hefur, í samvinnu við fleiri fjárfesta, tilkynnt um formlegt yfirtökutilboð í House of Fraiser. Verðið sem samkomulag hefur náðst um nemur 453 milljónum sterlingspunda eða rúmum 60 milljarða króna.

Í fréttatilkynningu frá FL Group kemur fram að stjórn House of Fraser hefur þegar mælt með tilboði fjárfestahópsins við hluthafa sína.

House of Fraser er leiðandi aðili í smásölu merkjavara í Bretlandi. Félagið rekur 61 verslun víðsvegar um Bretland og Írland undir nöfnunum House of Fraser, Frasers, Howells, Dickins & Jones, Rackhams, Army & Navy, Jenners og Beatties. Meðal þess sem félagið hefur upp á að bjóða má telja fatnað á konur, menn og börn, fylgihluti, snyrtivörur, húsbúnað, matsölustaði og fleira. Þessu til viðbótar er House of Fraser með sín eigin vörumerki eins og Linea og Therapy.

Helstu ráðgjafar við kaupin eru Glitnir og N.M. Rothschild. Glitnir er einnig aðalumsjónaraðili, ásamt Bank of Scotland, á öllum lánum og brúarfjármögnun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×