Innlent

Íslendingur í haldi ísraelsku lögreglunnar á Tel Aviv flugvelli

Íslenskur ríkisborgari, Abraham Shwaíkí, er nú í haldi lögreglunnar á Tel Aviv flugvelli vegna athugasemda við vegabréf hans en maðurinn er af palestínsku bergi brotinn. Meðal athugasemda ísraelsku lögreglunnar er að nafn Abrahams sé skrifað á íslenska mátann með a-hljóði en ekki Ibrahim eins og nafnið hljómar á arabísku.

Að sögn bróður Abrahams, sem býr hér á Íslandi, fékk hann að hringja eitt símtal heim áður en sími hans var tekinn af honum. Þá sagði Abraham að lögreglan veitti sér hvorki vott né þurrt og hefði rifið vegabréf hans og hann biði þess nú að verða sendur með fyrstu flugvél til baka til Bretlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×