Innlent

Alcoa krefst 26 milljóna fyrir vinnutap

Kæra Alcoa Fjarðaráls og skaðabótakrafa á hendur mótmælendum sem réðust inn á byggingasvæði álversins við Reyðarfjörð í gær var tekin fyrir í Héraðsdómi Austurlands í dag. Alcoa fer fram á 26 milljónir króna til að bæta fyrir tap sem varð vegna vinnustöðvunar meðan verið var að fjarlægja mótmælendurna.

Flestir mótmælendanna utan þeir sem héldu af landi brott með Norrænu í morgun voru viðstaddir málsmeðferðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×