Innlent

Sæunn Stefánsdóttir vill ritaraembætti Framsóknar

Sæunn Stefánsdóttir varaþingmaður Framsóknarflokksins, hefur bæst í hóp frambjóðenda til ritara flokksins. Hún var aðsotðarmaður Jóns Kristjánssonar ráðherra og tekur sæti á þingi þegar Halldór Ásgrímsson lætur af þingmennsku um leið og hann lætur af formennsku í flokknum eftir nokkra daga.

Sæunn hefur lýst yfir stuðningi við Jón Sigurðsson til formennsku. Aðrir frambjóðendur til ritara eru Kristinn H. Gunnarsson, Birkir J. Jónsson og Haukur Logi Karlsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×