Erlent

Segir Íslendinga hafa keypt gullmola

Danska blaðið Jótlandspósturinn segir að Íslendingar hafi keypt gullmola í danska iðnaðinum með kaupunum á Skanvægt um helgina. Í undirfyrirsögn segir að fyrst hafi það verði stórmagasín, síðan flugfélög, dagblaðsútgáfa og nú sé röðin komin að kaupum Íslendinga á iðnaðarfyrirtækjum. Reyndar gleymir blaðið að Íslendingar eiga líka orðið umtalsverðan hlut í dönsku bjórframleiðslunni og eru orðnir umsvifamiklir í fasteignarekstri í Kaupmannahöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×