Eftirtekt og snarræði Jóns Snorra 3. ágúst 2006 18:00 Jón Snorri Tómasson fékk heimsókn frá Rauða krossinum í tilefni afmælisdagsins. Sambýlið fékk skyndihjálpartösku að gjöf og tekur Sigríður Steinólfsdóttir forstöðuþroskaþjálfi við henni af Ingibjörgu Eggertsdóttur verkefnisstjóra Rauða krossins. Jón Snorri Tómasson var einn af 12 þátttakendum í Sumarbúðum Rauða krossins fyrir fatlaða á Löngumýri í Skagafirði dagana 17. - 24. júlí sl. Þar er dagskráin mjög fjölbreytt og daglega er farið í sund í sundlaugina í Varmahlíð. Föstudaginn 21. júlí gerðist það að einn þátttakenda í sumarbúðunum, Jón Grétar Broddason, missti meðvitund og fór á botninn í grunnu lauginni. Jón Snorri var þar nærstaddur og skynjaði strax hvað var að gerast. Hann á ekki gott með að tjá sig en með bendingum og köllum tókst honum að ná athygli næsta starfsmanns sumarbúðanna sem einnig var í sundi og fá hann til að koma strax til hjálpar. Allt fór svo á besta veg en ekki er gott að segja hvernig farið hefði ef lengri tími hefði liðið án súrefnis í óvenju heitri sundlaug. „Jón Snorri er mjög næmur, eftirtektarsamur og vandaður ungur maður," segir Karl Lúðvíksson sumarbúðastjóri. „Með því að skynja strax hættuna og tilkynna án tafar hefur hann mjög líklega bjargað lífi félaga síns sem lá meðvitundarlaus á sundlaugarbotni. Við erum öll mjög stolt af þessum gæfusama og góða vini okkar." Jón Snorri var þrítugur í gær. Í tilefni dagsins og björgunarinnar fékk hann heimsókn frá Rauða krossinum þar sem fjölskylda og vinir voru að fagna afmælinu með honum. Jón Snorri hefur í nokkur ár sótt Sumarbúðirnar á Löngumýri. Tómas Gunnarsson faðir Jóns Snorra er ákaflega ánægður með starfið sem þar fer fram. „Sérstök ástæða er til að þakka starf Sumarbúða Rauða krossins að Löngumýri. Þar er grunnþörfum þátttakenda vel mætt og margt annað boðið, svo sem gönguferðir, golf, veiðiferð, flúðasigling og reiðtúrar, svo og sögur, söngur og dans á kvöldvökum. Slysavarnir og hjálp í viðlögum hafa ekki gleymst. Hér hefur vel og djarflega verið að verki staðið hjá sumarbúðastjóranum Karli Lúðvíkssyni og hans fólki og þeim sem að baki þeim standa," sagði Tómas. Lífið Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
Jón Snorri Tómasson var einn af 12 þátttakendum í Sumarbúðum Rauða krossins fyrir fatlaða á Löngumýri í Skagafirði dagana 17. - 24. júlí sl. Þar er dagskráin mjög fjölbreytt og daglega er farið í sund í sundlaugina í Varmahlíð. Föstudaginn 21. júlí gerðist það að einn þátttakenda í sumarbúðunum, Jón Grétar Broddason, missti meðvitund og fór á botninn í grunnu lauginni. Jón Snorri var þar nærstaddur og skynjaði strax hvað var að gerast. Hann á ekki gott með að tjá sig en með bendingum og köllum tókst honum að ná athygli næsta starfsmanns sumarbúðanna sem einnig var í sundi og fá hann til að koma strax til hjálpar. Allt fór svo á besta veg en ekki er gott að segja hvernig farið hefði ef lengri tími hefði liðið án súrefnis í óvenju heitri sundlaug. „Jón Snorri er mjög næmur, eftirtektarsamur og vandaður ungur maður," segir Karl Lúðvíksson sumarbúðastjóri. „Með því að skynja strax hættuna og tilkynna án tafar hefur hann mjög líklega bjargað lífi félaga síns sem lá meðvitundarlaus á sundlaugarbotni. Við erum öll mjög stolt af þessum gæfusama og góða vini okkar." Jón Snorri var þrítugur í gær. Í tilefni dagsins og björgunarinnar fékk hann heimsókn frá Rauða krossinum þar sem fjölskylda og vinir voru að fagna afmælinu með honum. Jón Snorri hefur í nokkur ár sótt Sumarbúðirnar á Löngumýri. Tómas Gunnarsson faðir Jóns Snorra er ákaflega ánægður með starfið sem þar fer fram. „Sérstök ástæða er til að þakka starf Sumarbúða Rauða krossins að Löngumýri. Þar er grunnþörfum þátttakenda vel mætt og margt annað boðið, svo sem gönguferðir, golf, veiðiferð, flúðasigling og reiðtúrar, svo og sögur, söngur og dans á kvöldvökum. Slysavarnir og hjálp í viðlögum hafa ekki gleymst. Hér hefur vel og djarflega verið að verki staðið hjá sumarbúðastjóranum Karli Lúðvíkssyni og hans fólki og þeim sem að baki þeim standa," sagði Tómas.
Lífið Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira