Erlent

Castro á batavegi

Fídel Castro, Kúbuleiðtogi, er á batavegi, að sögn lækna hans, en Castro fól bróður sínum stjórnartaumana í landinu eftir að hann lagðist inn á sjúkrahús í fyrradag.

Í ávarpi Castros í kúbanska sjónvarpinu í gærkvöld sagðist hann einungis hafa látið af störfum tímabundið þar sem hann þyrfti tíma til að jafna sig. Erlendir fréttaskýrendur velta því þó fyrir sér hvort Castro, sem er að nálgast áttræðisaldurinn, muni ná heilsu til að taka við völdum á ný. Raul Castro, bróðir Fídels, er varnarmálaráðherra Kúbu og orðinn 75 ára gamall.Mikil fagnaðarlæti brutust út hjá landflótta Kúbverjum í Miami við fregnirnar um veikindi Castros. Þeir vonast til að 47 ára valdatíð Castros sé senn á enda og lýðræði geti tekið við á eyjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×