Erlent

Kenna hvorir öðrum um ofbeldið

Dan Gillerman, sendiherra Ísraels gagnvart Sameinuðu þjóðunum, var kokhraustur þegar hann kom til fundar öryggisráðs S.þ. í gær.
Dan Gillerman, sendiherra Ísraels gagnvart Sameinuðu þjóðunum, var kokhraustur þegar hann kom til fundar öryggisráðs S.þ. í gær. MYND/AP

Fulltrúar Líbanons og Ísraels kenndu hvorir öðrum um sprenginguna í Kana á aðfaranótt sunnudags, þegar þeir ávörpuðu fund öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi.

Starfandi utanríkisráðherra Líbanons, sagði að þegar mistök eru orðin regla frekar en undantekning, þá verði að kalla hlutina sínu nafni og rétt skilgreining á sprengingum Ísraela væri glæpur.

Sendiherra Ísraels svaraði fullum hálsi og sagði Líbana geta sjálfum sér um kennt því þar hefðu hryðjuverkamenn fengið að vaða uppi óáreittir og eyðileggja þjóðfélag sem var eitt blómlegasta viðskiptaumhverfi Miðausturlanda, með hatri og ofbeldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×