Innlent

Lítil mengun vegna olíuslyssins

Hreinsunaraðgerðum er nú lokið í Ljósavatnsskarði, eftir að 10 þúsund lítrar af bensíni láku úr olíuflutningabíl og tengivagni sem hann dró valt á hliðina til móts við Stóru-Tjarnir í morgun. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands telur varanlega mengun vegna slyssins vera litla sem enga.

Valdimar Brynjólfsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands segir mest af bensíninu hafa lent á veginum og vegkantinum en vegurinn er mikið upphækkaður á þessum stað.

Strax var sett upp olíugildra í læk sem rennur undir vegöxlinni og niður í Ljósavatnið en ekkert bensín barst í lækinn eða í önnur vatnsból. Talið er að bensínið hafi mestmegnis gufað upp í sól og hlýju veðri sem var á slysstaðnum í dag. Ekki er talin þörf á að skipta um jarðveg þar sem engin merki reyndust um jarðvegsmengun á staðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×